Mobility basics

Hvernig hljómar að verða frjálsari í hreyfingum í daglegu lífi sem og þeim áhugmálum sem þú stundar? Auka vellíðan og minnka verki?

Læra að hreyfast á nýjan hátt?

Í mobility tímum Sjálfsræktar er markvisst unnið að því að auka hreyfigetu, hreyfifærni, styrk og liðleika með fjölbreyttum og skemmtilegum  styrktar- og liðleikaæfingum og hreyfiflæði.

 

Fyrir hverja er mobility basics?

Mobility basics eru fyrir alla þá sem vilja koma sér af stað í góðri hreyfingu en telja sig etv. vera of stirða. Góður grunnur fyrir þá sem eru að byrja. 

 Hér höfum við skapað rými fyrir þá sem af einhverjum ástæðum þurfa eða kjósa að fara rólega yfir í æfingum. 

Hver er ávinningurinn?

Aukin líkamsvitund, hreyfifærni og – geta, liðleiki, styrkur, endurheimt og almenn vellíðan.

*Aukinn hreyfanleiki og hreyfigeta spila gríðarlega stórt hlutverk í meiðsla forvörnum. Einhæft hreyfimynstur hvort heldur sem er í daglegu lífi eða við íþróttaiðkun safnast saman og veldur ójafnvægi í líkamanum. Með aukinni hreyfigetu minnka líkur á meiðslum ásamt því að allar hreyfingar verða skilvirkari.  Aukinn hreyfigeta mun skila betri hreyfingum og betri nýtingu í gegnum vöðva líkamans.

Mobility basics

 

Mjúkur styrkur, liðleiki og hreyfiflæði 

Þriðjudagar kl.16.30 – 17.20

Fimmtudagar kl.16.30 – 17.20

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop