Mobility movement

Hvernig hljómar að verða frjálsari í hreyfingum í daglegu lífi sem og þeim áhugmálum sem þú stundar?

Mobility þjálfun sameinar liðleika- og styrktarþjálfun sem eykur hreyfigetu einstaklingsins og gerir viðkomandi færari í hreyfingum daglegs lífs sem og sérhæfðari þjálfun og íþróttaiðkun.

Í mobility tímum Sjálfsræktar er markvisst unnið að því að auka hreyfigetu, hreyfifærni, styrk og liðleika með fjölbreyttum og skemmtilegum  styrktar- og liðleikaæfingum og hreyfiflæði.

 Æfingar miða að því að auka stöðugleika og stjórn á vöðvum kringum liðamót sem og auka liðleika.

Okkar markmið er að hafa gaman í hreyfingunni við tölum alltaf um að ,,leika okkur” þegar við erum mætt að veltast um á gólfinu í Mobility movement.

 Fyrir hverja er mobility movement?

Tímarnir henta þeim sem eru laus við meiriháttar stoðkerfisvanda og/eða meiðsli (í þeim tilvikum mælum við  með mobility grunntímum).

Fyrir þá sem vilja skora aðeins á sig og auka styrk og hreyfigetu með skemmtilegri þjálfun.

Hver er ávinningurinn?

Aukin hreyfifærni og – geta, liðleiki, styrkur, endurheimt og almenn vellíðan.

*Aukinn hreyfanleiki og hreyfigeta spila gríðarlega stórt hlutverk í meiðsla forvörnum. Einhæft hreyfimynstur hvort heldur sem er í daglegu lífi eða við íþróttaiðkun safnast saman og veldur ójafnvægi í líkamanum. Með aukinni hreyfigetu minnka líkur á meiðslum ásamt því að allar hreyfingar verða skilvirkari.  Aukinn hreyfigeta mun skila betri hreyfingum og betri nýtingu í gegnum vöðva líkamans.

Mobility movement

 

Þriðjudagar kl. 17.30 – 18.30

Fimmtudagar kl. 17.30 – 18.30

Föstudagar kl. 12.10 – 12.50

 

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop