Fyrirtækjaþjónusta
Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hlúa að heilsu og vellíðan starfsmanna. Það er allra hagur að gera vinnustaðinn að stað þar sem starfsfólk nýtur sín og líður vel.
Fyrirtæki og stofnanir sem hlúa vel að mannauð sínum
fá það margfalt til baka.
Sjálfsrækt heilsumiðstöð leggur rækt við bæði líkama og huga og býður upp á margvíslega valkosti þegar kemur að því að styðja við mannauð fyrirtækja og stofnana. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði heilsu og velferða og vinnur út frá fræðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar.
Við bjóðum uppá:
- Lengri eða styttri fyrirlestra og vinnustofur, sérsniðin að ykkar þörfum
- Tilboð á kortum í sal fyrir þinn vinnustað
- Vinnustaðarúll og liðkun – við komum til ykkar eða þið komið til okkar
- Sjá nánar HÉR
- Slökun eða núvitundarhugleiðslu í hádeginu
- Lokuð námskeið í hreyfingu, sérsniðin fyrir þinn vinnustað
Tökum samtalið
Saman finnum við út hvað hentar ykkur best!
Tónlistarskóli Eyjafjarðar hefur sótt hreyfistundir í Sjálfsrækt, stundirnar hafa verið frábær leið fyrir starfsfólkið til að taka sér tíma úr deginum og mýkja bæði líkama og sál.
Í hverjum tíma hefur verið tekið hlýlega á móti hópnum og stundin lögð upp þannig að allir geti tekið þátt, hvar sem fólk er statt þann daginn.
Þessir tímar hafa reynst orkugefandi og nærandi fyrir bæði einstaklingana sjálfa og hópinn í heild og eru hreyfistundirnar eitthvað sem við viljum halda sem föstum lið fyrir starfsfólkið.
Að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna er ekki síður mikilvægt en margt annað. Stapi hefur átt ljómandi ljúft samstarf við Sjálfsrækt frá ársbyrjun 2023.
Af sinni einstöku fagmennsku og alúð leggja þær upp með einfaldar æfingar fyrir starfsfólk sem eru allt í senn fyrirbyggjandi og hlúa að misjafnlega þroskuðum líkömum. Svo innilega nærandi fyrir líkama og sál og frábærleg leið til að stuðla að vellíðan á vinnustað.