Jógaflæði

Í jógaflæði er unnið að því að efla líkama og andann með góðu jógaflæði sem ætti að henta flestum. Jógaflæðið er sambanda af hatha og vinyasa jóga. 

Kennarar leggja áherslu á að kenna vel þær æfingar sem eru gerðar og að iðkandi öðlist góða þekkingu til að geta framkvæmt æfingarnar á sem öruggastan hátt. 

Hvernig fer tíminn fram?
Hver tími hefst á því að stilla inn á stað og stund með stuttri hugleiðslu og/eða líkamsskönnun. Kennarinn leiðir iðkendur í gegnum flæði dagsins, inn í jógastöður þar sem haldið er í nokkra andardrætti og í lokin tekur við góð slökun (savasana )til að fullkomna tímann.

Fyrir hverja er jógaflæði?
Jógaflæði hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem hafa stundað jóga áður.

Hver er ávinningurinn?
Aukin hreyfigeta og vellíðan á líkama og sál. Aukin líkamsvitund og sjálfsþekking. Aukinn styrkur og stöðugleiki ásamt betri liðleika og hreyfigetu.

Jógaflæði

Mánudagar kl. 17.30

Í sal Sjálfsræktar  Brekkugötu 3.

Skráðu þig hjá Sjálfsrækt hér.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop