Mættu þér þar sem þú ert

08. ágúst 2022 | Fróðleikur

Mættu þér þar sem þú ert núna og þú munt auka vellíðan þína!
Hægðu á og hlustaðu.
Það sem veldur okkur oft vanlíðan er sú hugsun að við eigum að vera á öðrum stað en við erum akkúrat núna. Að aðstæður eigi að vera öðruvísi en þær eru. Við sköpum okkur væntingar um einhvern drauma raunveruleika og líður svo illa yfir því að okkar eigin daglegi raunveruleiki standist ekki þær væntingar.
Það er svo hollt að temja sér það að horfa á veruleikann eins og hann er núna – í öllum aðstæðum lífs okkar. Það þarf ekki að vera að allt sé svo frábært núna og vissulega er gott að stefna að breytingum ef maður er ekki sáttur þar sem maður er. En án þess að ná sátt við aðstæður eins og þær eru þá getum við ekki tekið þau nauðsynlegu skref sem þörf er á þessa stundina. Í öllu sem við gerum þá verðum við að taka skrefin frá þeim stað sem við erum á.
Hreyfðu þig út frá þeim stað sem þú ert á núna.
Ekki þar sem þú varst einu sinni eða á þeim stað sem þú heldur að þú eigir að vera á.
Rifjaðu upp hvað það er sem þér finnst skemmtilegast. Hlustaðu eftir því sem líkamin þinn kallar eftir.
Finndu gleðina
Mættu þér út frá þeirri orku sem þú átt tiltæka núna. Hverjar eru aðstæður í lífinu akkúrat núna? Hvað er raunhæft fyrir þig út frá þeim?
Með því að bæta síðan við smá forvitni þá er aldrei að vita nema þú lærir eitthvað nýtt um þig. Við gerum sömu hlutina dag eftir dag, ár eftir ár án þess endilega að spá hvort að þetta er eitthvað sem við viljum eða finnst gaman og gagnlegt.
Sátt við aðstæður og forvitni um það hvað þú þarft akkúrat núna er frábær blanda. Það hvernig við mætum okkur og ræktum okkur sjálf er misjafnt frá tímabili til tímabils.
Það er ekki endilega auðvelt verkefni að gangast við sér og aðstæðum sínum. Það kostar mikla vinnu. Sú vinna skilar samt svo miklu miklu meira heldur en að vera í stöðugu stríði við sig og niðurrifi yfir því að vera ekki öðruvísi eða annars staðar.
Gefðu þér tíma til að mæta þér þar sem þú ert, með MILDI, með FORVITNI og með HUGREKKI.
0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop