Boltar og bandvefslosun

Í þessum tímum er notast við nuddbolta til að framkvæma sjálfsnudd sem miðar að því að mýkja bandvefinn. Ásamt því eru gerðar hreyfiteygjur til að opna líkamann og í lok hvers tíma er slökun.

Fyrir hverja er boltar og bandvefslosun?

Hentar öllum þeim sem vilja losa um spennu í vöðvum og auka vellíðan.

Góðir og mjúkir tímar sem henta öllum, óháð getu.  Sérstaklega gott fyrir þá sem eru að byggja sig upp eftir kulnun og meiðsli og vilja fara rólega í gegnum líkamsþjálfun. 

Hver er ávinningurinn?

Tímar sem hjálpa við að draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu, auka hreyfanleika og draga úr streitu. Aukin endurheimt og almenn vellíðan.

Næsta námskeið: 6 vikur
8. apríl – 13. maí

Kennarar: Hrafnhildur Reykjalín & Björk Nóadóttir

Boltar bandvefslosun

6 vikna námskeið

Mánudagar kl. 16.30 – 17.20

Verð 16.600 krónur

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop