Mobility movement Sjálfsræktar – 6 mán

  1. Home
  2.  – 
  3. Vara
  4.  – Mobility movement Sjálfsræktar – 6 mán

Mobility movement Sjálfsræktar felur í sér samansafn ýmissa einfaldra þjálfunaraðferða. Markmiðið er að auka hreyfigetu, hreyfifærni, styrk og liðleika með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum, en með aukinni liðkun og hreyfigetu hreyfum við líkamann á frjálsari og áreynslulausari hátt í daglegu lífi, leik og starfi.

Á þessu vefnámskeiði stjórnar þú ferðinni. Námskeiðið inniheldur yfir 115 mínútum af mobility movement æfingum sem Guðrún leiðir þig í gegnum í 7 mismunandi myndböndum. Þú færð aðgang að myndböndunum í 6 mánuði frá kaupum og getur alltaf komið inn á síðuna og tekið æfingu, endurtekið æfingar eða tekið þær í þeirri röð sem þér hentar. Þú skráir þig inn í kerfið með aðganginum sem þú stofnaðir eða notaðir til að kaupa námskeiðið.

Frábær leið til þess að auka liðleika,styrk og hreyfigetu á sínum tíma, hvar sem er og hvenær sem er. Það eina sem þarf er smá gólfpláss og þægileg föt sem auðvelt er að hreyfa sig í. Góða skemmtun!

7.900 kr.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop