Styrkleikar og gildi

hvernig þau nýtast í lífi og starfi

Styrkleikar vísa til allra þeirra jákvæðu eiginleika sem einstaklingur býr yfir og nýtir. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem þekkja og nota eigin styrkleika meðvitað hafa meira sjálfs­álit, meiri orku, upplifa aukna vellíðan, aukna ham­ingju og ná frek­ar ár­angri í lífi og starfi. 

Styrkleikar eru samblanda af hæfileikum, þekkingu og færni. Við notum öll einhverja styrkleika á hverjum degi, meðvitað og ómeðvitað. Því er mikilvægt að læra að þekkja eigin styrkleika og meðvitað auka virkni þeirra.

Gildi eru innbyggði áttavitinn okkar. Þau endurspegla kjarna þess sem við stöndum fyrir í lífinu. ​​Með því að þekkja sín persónulegu gildi verður auðveldara að taka stórar og stefnumótandi ákvarðanir.  Skilgreind gildi hjálpa einnig við að halda skýrari fókus á það sem einstaklingurinn raunverulega vill og hvað skiptir viðkomandi mestu máli.

Markmið og ávinningur:

Að auka sjálfsþekkingu með því að skilgreina persónulega styrkleika og gildi. Að auka vellíðan og ánægju í lífi og starfi.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop