Sjálfsumhyggja og endurnæring
Fyrir þinn starfsmannahóp
Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hlúa vel að heilsu og vellíðan starfsmanna. Það er sannarlega allra hagur að vera vinnustaðinn að stað þar sem starfsfólk nýtur sín og líður vel. Fyrirtæki og stofnanir sem hlúa vel að mannauð sínum fá það margfalt til baka. Ávinningurinn er margvíslegur og má þar nefna bætt heilsa, aukin vellíðan og starfsánægja, færri slys og sjúkdómar og minni líkur á kulnun eða kulnunareinkennum.
Námskeiðið Sjálfsumhyggja og endurnæring er einstakt námskeið þar sem þinn starfmannahópur fær tækifæri til þess að læra aðferðir sjálfsumhyggju, njóta slökunar í nærandi umhverfi og hlaða á batteríin.
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir um hvernig þið getið tileinkað ykkur aukna umhyggju og umburðarlyndi fyrir ykkur sjálfum sem og öðrum og þannig aukið vellíðan í bæði leik og starfi.
Námskeiðið felur í sér vinnustofur, núvitundaræfingar og slökun þar sem markmiðið er að næra andann og hlúa að sér.
INNIFALIÐ
- Dvöl á Fosshótel Húsavík í eina nótt
- Vinnustofu í sjálfsumhyggju og núvitund
- Tveggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldinu
- Morgunverðarhlaðborð
- Aðgangur í Geo Sea sjóböðin
- Miðdegishressing
Val er um gistingu í eins eða tveggja manna herbergjum á Fosshótel Húsavík.
Sjálfsumhyggja og endurnæring
Hverju gæti aukin samkennd og umburðarlyndi í eigin garð og annarra gert fyrir þinn starfsmannahóp?
Hafðu samband og við tökum samtalið!
Ath við bjóðum bæði uppá heildarpakka með gistingu sem og stakar vinnustofur.