Núvitund

að komast af sjálfstýringunni 

Núvitund snýst um að komast af sjálfstýringunni og taka eftir því sem er.  Að hafa athyglina á líðandi stund á opinn og virkan hátt, að vera með því sem er á þessu augnabliki. Að taka á móti því sem er að eiga sér stað með hlutlausum og opnum huga, að vera með því sem er.

Í fyrirlestrinum fjöllum við um núvitund, af hverju hún hefur jákvæð áhrif á vellíðan okkar og hamingju. Við skoðum leiðir til þess að tileinka okkur aðferðir núvitundar í daglegu lífi ásamt því að leiða nokkrar núvitundaræfingar. 

Markmið og ávinningur: 

Ávinningur af því að taka inn núvitundarfræðslu og þjálfun er m.a. minni streita, meiri einbeiting og orka, aukin hæfni í ákvarðanatöku, betri samskipti, aukin starfsánægja auk minni kostnaðar vegna fjarvista og starfsmannaveltu.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop