Leiðir að vellíðan

Fyrirlesturinn fimm leiðir að vellíðan byggir á rannsóknum á líðan og hamingju fólks, sem embætti landlæknis styðst við og notar í heilsueflingarstarfi. Í fyrirlestrinum fjöllum við um mikilvæga þætti er varða andlega, líkamlega og félagslega vellíðan og hvernig við sjálf getum haft mjög mikið um þá þætti að segja. Þá kennum við einnig aðferðir sem þátttakendur geta tileinkað sér til að auka eigin vellíðan í daglegu lífi.

Við förum yfir þessa fimm þætti:

 • félagstengsl
 •  hreyfingu og næringu
 • núvitund og sjálfsumhyggju
 • styrkleika og vaxtarhugarfar
 • að gefa af sér 

Markmið og ávinningur: 

Markmiðið er að auka þekkingu þátttakenda á þeim leiðum og aðferðum sem þeir geta sjálfir tileinkað sér til að auka eigin vellíðan. 

0
  0
  Your Cart
  Your cart is emptyReturn to Shop