Áttavitinn

Á þessu 4 vikna námskeiði kortleggjum við persónulega styrkleika og gildi.
Við stuðlum að betri sjálfsvitund, vellíðan og trú á eigin möguleikum sem eykur sjálfstraust og skapar skýrari stefnu í lífinu.​

Námskeiðið byggir á kenningum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar þar sem persónulegir styrkleikar eru taldir lykilatriði í lífshamingju, seiglu og árangri. Lögð er áhersla á persónulega þátttöku, virka hlustun og samtal – í umhverfi þar sem öryggi, virðing og vöxtur eru í forgrunni.

 

Þátttakendur læra meðal annars að:

  • Að bera kennsl á og nýta eigin styrkleika
  • Að virkja þá í daglegu lífi og í tengslum við framtíðaráform
  • Þekkja og virða styrkleika annarra – sem eflir tengsl, samstarf og félagslega virkni.
  • Bera kennsl á og endurskoða eigin gildi og hvaða áhrif þau hafa á ákvarðanir og stefnu í lífinu
  • Efla sjálfsþekkingu og skýra framtíðarmarkmið


Þátttakendur læra einföld, hagnýt verkfæri til að vinna með sína styrkleika og gildi til þess að verða öflugri í persónulegu lífi og/eða á vinnumarkaði.

Með því að tengjast og styrkja innri áttavita, öðlumst við skýrleika og hugrekki til að stíga næstu skref.

Á námskeiðinu aukum við sjálfsþekkingu, færni og trú á eigin getu, setjum okkur markmið og eflum félagsleg tengsl.

Námskeiðið er kennt einu sinni í viku, tvo tíma í senn í fjórar vikur. Þátttakendur sinna léttum verkefnum tengdum námskeiðinu á milli tíma.
Námskeiðið er haldið í litlum hópum í þægilegu rými Sjálsræktar.

    Næsta námskeið:
    4. september – 25. september

    Kennt er á fimmtudögum kl.13.30 – 15.30
    Kennarar: Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

    ATH. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið á vegum Sjálfsræktar. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.

    Áttavitinn

    4 vikna námskeið

    Verð kr. 44.000

     

    0
      0
      Your Cart
      Your cart is emptyReturn to Shop