Vellíðan á vinnustað

Vellíðan á vinnustað skiptir okkur öll máli. Hvort sem við erum stjórnendur eða starfsfólk, þá er það okkar hlutverk að skapa góða vinnustaðamenningu og að temja okkur jákvætt og heilsusamlegt viðhorf til vinnunnar. 

Í fyrirlestrinum fjöllum við um margvíslegar aðferðir innan jákvæðrar sálfræði sem skoða hvað fær einstaklinga, hópa og stofnanir til að blómstra og sýna jákvæða hegðun. Einnig kynnum við hagnýt inngrip sem styðja þátttakendur í því að taka markviss skref í að auka eigin vellíðan á vinnustaðnum.  

Markmið og ávinningur:

Markmið með fyrirlestrinum er að veita stjórnendum og starfsfólki verkfæri innan jákvæðrar sálfræði sem geta aukið vellíðan, árangur og afköst á vinnustaðnum ásamt því að skapa jákvæðari vinnustaðamenningu.

 

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop