Mobility movement
Hreyfing sem nærir líkama og sál
Mobility movement tímarnir okkar eru nærandi tímar þar sem við notum hreyfingu til að losa um stirðleika, auka liðleika og tengjast líkamanum betur og sjálfum okkur um leið.
Við vinnum með fjölbreyttar hreyfingar, hreyfiflæði, jafnvægisæfingar, samhæfingaræfingar – allt eftir því hvað líkaminn þarf hverju sinni.
Tímarnir henta byrjendum sem lengra komnum.
Henta einstaklega vel fyrir þig ef þú:
– Finnur fyrir stirðleika og vilt auka mýkt
– Vilt bæta líkamsstöðu og hreyfigetu
– Vilt læra að hreyfa þig á frjálsari hátt
– Þarft tíma til að ,,tengjast“ líkamanum og slaka á
Mobility movement
Þriðjudagar kl. 16.20 – 17.20
Miðvikudagar kl.12.10 – 12.50
Föstudagar kl.12.10 – 12.50
