Sjálfsræktarhelgi
– næring fyrir líkama og sál
6.-8. febrúar 2026
Komdu með okkur í endurnærandi kvennahelgi þar sem við hreyfum okkur, slökum á, nærum okkur vel og njótum þess að vera saman.
Dagskrá helgarinnar byggir á Sjálfsræktarleiðinni, öllu því sem við vinnum með í Sjálfsrækt heilsumiðstöð til að skapa jafnvægi, vellíðan og innri ró. Rauði þráðurinn er sjálfsumhyggja, núvitund og nærandi hreyfing.
Við dveljum í Helgafelli á Svalbarðsströnd, einstöku rými fyrir kyrrð, hreyfingu og slökun. Húsið er hlýlegt og við höfum aðgang að saunu, fullkomið skjól frá amstri hversdagsins. Gist er í tveggja og þriggja manna herbergjum.
Á dagskrá er meðal annars:
- Fræðsla: Aðferðir og leiðir til meiri vellíðan
- Bandvefslosun með boltum, gott til að mýkja bandvef og stífa vöðva
- Jóga Nidra: Djúpslökun og endurnæring
- Mobility movement: Liðleika- og styrktaræfingar
- Kvennahringur: Rými til að hlusta, deila og tengjast
- Nærandi máltíðir: Kvöldverður á föstudegi, morgun-, hádegis- og kvöldverður á laugardegi og morgun- og hádegisverður á sunnudegi
- Veglegur gjafapoki sem nýtist þér yfir helgina
- Útivist, sauna og sjósund – sem hægt er að njóta í eigin tíma
Alla helgina leiða okkur Sjálfsræktarskvísurnar sjálfar Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir.
Kokkur: Inga Lóa Birgisdóttir
Verð: 79.000 kr.
Komdu með okkur í Sjálfsræktarferð og taktu skrefið í átt að meiri vellíðan, jafnvægi og krafti á nýju ári.
Þú átt það svo sannarlega skilið.
Sjálfsræktarhelgi