Sjálfsrækt – hinn gullni meðalvegur

Í þessum fyrirlestri ræða Guðrún og Hrafnhildur um sjálfsrækt á raunsæjan hátt. Hvernig við finnum hinn gullna meðalveg þar sem við gefum okkur leyfi til að vera mannleg í stað þess að elta óraunhæfa bestu útgáfu af sjálfum okkur.

Við lifum á tímum þar sem mikið er lagt upp úr því að „bæta sig“ og því fylgja oftar en ekki öfgar og síðan samviskubit ef maður nær ekki að gera „allt rétt“. 

Nálgun Sjálfsræktar byggir á því að snúa athyglinni inn á við, hlusta á eigin þarfir og tilfinningar, og læra að setja heilbrigð mörk bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Sjálfsrækt snýst ekki um að bæta við sig verkefnum heldur að taka út það sem ekki þjónar manni lengur og velja meðvitað það sem nærir okkur og skiptir okkur raunverulega máli.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop